Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 2/2023

Nr. 2/2023 24. janúar 2023

FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

 

Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breyt­ingu á forsetaúrskurði nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands.

 

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:

  1. Í stað orðanna „óháð kynþætti og þjóðernisuppruna“ í c-lið 4. tölul. kemur: utan vinnu­markaðar.
  2. Í stað orðanna „Almannavarna- og öryggismálaráð“ í b-lið 7. tölul. kemur: Almanna­varna­ráð.
  3. Við 7. tölul. bætist nýr stafliður sem orðast svo: Heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa.

 

2. gr.

Á eftir a-lið 30. tölul. 2. gr. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Landskjörstjórn.

 

3. gr.

Á eftir y-lið 4. tölul. 3. gr. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Sorgarleyfi.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

  1. Á eftir k-lið 2. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Styrki til rekstraraðila veit­inga­staða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.
  2. Á eftir f-lið 8. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Evrópska áhættufjármagns­sjóði og evrópska félagslega framtakssjóði.
  3. E-liður 9. tölul. fellur brott.

 

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

  1. Á eftir 6. tölul. kemur nýr töluliður sem orðast svo: Endurnot opinberra upplýsinga.
  2. Á eftir 7. tölul., sem verður 8. tölul., kemur nýr töluliður sem orðast svo: Viður­kenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:

  1. Á eftir orðinu „Lyf“ í a-lið 4. tölul. kemur: þ.m.t. dýralyf.
  2. Á undan orðinu „Rafrettur“ í g-lið 5. tölul. kemur: Nikótínvörur.

 

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:

  1. Á eftir m-lið 2. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Áhafnir skipa.
  2. Q-liður 2. tölul. fellur brott.
  3. Á eftir m-lið 5. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Fasteignaskrá og fasteigna­mat.
  4. Á eftir q-lið 5. tölul., sem verður r-liður, kemur nýr stafliður sem orðast svo: Yfir­fasteigna­mats­nefnd.
  5. Orðin „fasteignaskrá og fasteignamat“ í 7. tölul. falla brott.
  6. B-liður 7. tölul. fellur brott.

 

8. gr.

O-liður 2. tölul. 8. gr. fellur brott.

 

9. gr.

Q-liður 2. tölul. 10. gr. fellur brott.

 

10. gr.

Í stað tilvísunarinnar „1. og 5. mgr. 78. gr.“ í r-lið 2. tölul. 12. gr. kemur: 112. gr.

 

11. gr.

Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 24. janúar 2023.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 26. janúar 2023