Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 849/2021

Nr. 849/2021 5. júlí 2021

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Hafnarfjarðarkaupstað.

Breyting á deiliskipulagi Höfðaskóga og Hvaleyrarvatns.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og byggingarráð á fundi sínum 15. júní 2021 breytingu á ofangreindu deiliskipulagi þar sem markmið breytingarinnar er m.a. að bæta aðkomu að Hvaleyrarvatni og aðstöðu til útivistar. Gert verður ráð fyrir bílastæðum hreyfi­hamlaðra norðan við vatnið með aðgangsstýringu.

Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

 

Hafnarfirði, 5. júlí 2021.

 

Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt.


B deild - Útgáfud.: 19. júlí 2021