Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 21/2021

Nr. 21/2021 22. mars 2021

LÖG
um brottfall ýmissa laga (úrelt lög).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirtalin lög eru felld úr gildi:

  1. Lög um bæjarstjórn Ísafjarðar, nr. 67/1917.
  2. Lög um bæjarstjórn Vestmannaeyja, nr. 26/1918.
  3. Lög um bæjarstjórn á Siglufirði, nr. 30/1918.
  4. Lög um bæjarstjórn á Seyðisfirði, nr. 61/1919.
  5. Lög um bæjarstjórn í Neskaupstað í Norðfirði, nr. 48/1928.
  6. Lög um bæjarstjórn á Akranesi, nr. 45/1941.
  7. Lög um bæjarstjórn í Ólafsfirði, nr. 60/1944.
  8. Lög um bæjarstjórn á Sauðárkróki, nr. 57/1947.
  9. Lög um bæjarstjórn í Keflavík, nr. 17/1949.
  10. Lög um bæjarstjórn í Húsavík, nr. 109/1949.
  11. Lög um bæjarstjórn í Kópavogskaupstað, nr. 30/1955.
  12. Lög um tekjur sveitarfélaga, samkvæmt gjaldskrám og reglugerðum, nr. 83/1971.
  13. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Seltjarnarneshreppi, nr. 16/1974.
  14. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Bolungarvíkurkauptúni, nr. 17/1974.
  15. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Grindavíkurhreppi, nr. 18/1974.
  16. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Eskifjarðarhreppi, nr. 19/1974.
  17. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Dalvíkurkauptúni, nr. 20/1974.
  18. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Garðahreppi, nr. 83/1975.
  19. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Njarðvíkurhreppi, nr. 86/1975.
  20. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Selfosskauptúni, nr. 8/1978.
  21. Lög um lagningu sjálfvirks síma, nr. 32/1981.
  22. Lög um kaupstaðarréttindi til handa Ólafsvíkurhreppi, nr. 34/1983.
  23. Lög um jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2000, nr. 72/2000.
  24. Lög um jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2001, nr. 160/2000.
  25. Lög um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., nr. 75/2001.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 22. mars 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 30. mars 2021