Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 46/2018

Nr. 46/2018 23. maí 2018

LÖG
um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum (heiti stofnunar, einföldun stjórnsýslu o.fl.).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „Viðlagatryggingar Íslands“ í 1. mgr. kemur: Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
  2. 2. mgr. fellur brott.

2. gr.

    Í stað 2. mgr. 3. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Reikningsár Náttúruhamfaratryggingar Íslands er almanaksárið. Endurskoðaðir ársreikningar skulu birtir á vefsíðu stofnunarinnar.

    Ríkisendurskoðandi endurskoðar reikningsskil Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

3. gr.

    Í stað orðanna „Viðlagatrygging Íslands“ í 4., 22. og 24. gr. laganna kemur: Náttúru­hamfara­trygging Íslands.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „22. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 20. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.
  2. Í stað orðsins „viðlagatryggt“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: náttúruhamfaratryggt.
  3. Í stað orðanna „Viðlagatryggingu Íslands“ í 3. mgr. kemur: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:

  1. Í stað orðsins „viðlagaiðgjald“ í 1. málsl. kemur: náttúruhamfaratryggingariðgjald.
  2. Í stað orðsins „viðlagatryggður“ í 2. málsl. kemur: náttúruhamfaratryggður.

6. gr.

    Í stað orðsins „viðlagatryggja“ í 8. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggja.

7. gr.

    Í stað orðsins „viðlagatryggðir“ í 9. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggðir.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:

  1. Í stað „5%“ í 1. málsl. kemur: 2%.
  2. Í stað „20.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 200.000 kr.
  3. Í stað „85.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: 400.000 kr.
  4. Í stað „850.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 1.000.000 kr.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:

  1. Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 4. mgr. kemur: náttúruhamfaratryggingu.
  2. Í stað orðsins „viðlagatryggingum“ í 5. mgr. kemur: náttúruhamfaratryggingu.

10. gr.

    Í stað orðsins „viðlagatrygging“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratrygging.

11. gr.

    14. gr. laganna, ásamt fyrirsögn á undan greininni, fellur brott.

12. gr.

    15. gr. laganna, ásamt fyrirsögn á undan greininni, Greiðsla vátryggingarbóta, orðast svo:

    Tjónþoli skal nota vátryggingarbætur til að gera við húseign sem hefur orðið fyrir tjóni vegna náttúruhamfara eða til að endurbyggja hana. Ef vátryggingarbætur eru hærri en 15% af vátrygg­ingarfjárhæð húseignarinnar eða ef tjónið hefur áhrif á öryggi húseignarinnar eða holl­ustu­hætti skal Náttúruhamfaratrygging Íslands tryggja að vátryggingarbótum sé réttilega varið áður en þær eru greiddar tjónþola.

    Náttúruhamfaratryggingu Íslands er heimilt að veita undanþágu frá viðgerðar- og bygg­ingar­skyldu skv. 1. mgr. að höfðu samráði við sveitarstjórn að uppfylltu því skilyrði að 15% dragist frá bótafjárhæðinni. Frádrættinum skal ekki beitt ef endurbygging er ekki heimil af skipulags­ástæðum eða öðrum ástæðum sem tjónþoli ræður ekki. Hafi ákvörðun verið tekin um að veita undan­þágu frá byggingarskyldu og telji Náttúruhamfaratrygging Íslands vátryggingarfjárhæð greinilega hærri en markaðsverð húseignar er stofnuninni heimilt að miða við markaðsverð viðkomandi hús­eignar.

    Verði tjón á húseign og áætlaður viðgerðarkostnaður, að teknu tilliti til aldurs og ástands eignar við tjónsatburð, nemur hærri fjárhæð en helmingi vátryggingarfjárhæðar og sveitarstjórn telur nauðsynlegt vegna hættu á endurteknum vátryggingaratburði að fjarlægja húseignina getur viðkomandi sveitarfélag leyst eignina til sín. Það greiðir þá mismun á áætluðum vátryggingarbótum frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands og vátryggingarfjárhæð eignarinnar.

    Stjórn Náttúruhamfaratryggingar Íslands setur reglur um meðferð og afgreiðslu bótamála. Stjórn­inni er heimilt að fela vátryggingafélögum uppgjör bótakrafna.

    Ráðherra skal setja reglugerð um matsmenn og meginreglur um ákvörðun vátryggingarbóta.

13. gr.

    Í stað orðanna „sbr. 1. og 2. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954, um vátryggingarsamninga“ í 17. gr. laganna kemur: sbr. 48. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga.

14. gr.

    Í stað orðanna „Viðlagatryggingar Íslands“ í 1. mgr. 18. gr. og 26. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

15. gr.

    19. gr. laganna orðast svo:

    Náttúruhamfaratrygging Íslands tekur ákvörðun um greiðsluskyldu og fjárhæð vátryggingarbóta í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga um meðferð mála. Tjónþoli getur kært ákvörðun stofn­unar­innar til úrskurðarnefndar náttúruhamfaratryggingar innan 30 daga frá því að honum barst ákvörðunin.

    Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratryggingar skal skipuð af ráðherra. Fjórir menn skulu eiga sæti í nefndinni. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar og skal hann vera formaður og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar. Annar skal skipaður eftir tilnefningu verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og skal hann hafa sérþekkingu á sviði mannvirkja. Hinir tveir skulu skipaðir án tilnefningar og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar, mannvirkja eða tjóna­mats. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Skipunartími er til þriggja ára. Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga ef ástæða þykir til.

16. gr.

    Á undan 20. gr. laganna kemur ný grein, 19. gr. a, svohljóðandi, og jafnframt orðast fyrirsögn á undan greininni svo:

Áhættustýring, endurtrygging og lántökuheimild.

    Náttúruhamfaratrygging Íslands skal hafa skilvirkt kerfi áhættustýringar. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um kröfur til áhættustýringar.

17. gr.

    Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 24. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.

18. gr.

    Heiti laganna verður: Lög um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

19. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2018.

    Úrskurðarnefnd sem starfað hefur skv. 19. gr. laganna úrskurðar í þeim ágreiningsmálum sem hafa borist til nefndarinnar fyrir gildistöku laga þessara.

20. gr.

Breyting á öðrum lögum.

    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:

  1. Lög um brunatryggingar, nr. 48/1994, með síðari breytingum: Í stað orðsins „viðlaga­trygg­ingariðgjald“ tvívegis í 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: náttúru­hamfara­tryggingar­iðgjald.
  2. Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, með síðari breytingum:
    1. Í stað orðanna „Viðlagatryggingar Íslands“ í 1. tölul. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
    2. Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 2. og 3. málsl. 1. tölul. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.
  3. Lög um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, nr. 62/1997, með síðari breyt­ingum:
    1. Í stað orðanna „laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. málsl. 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
    2. Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 3. málsl. 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: náttúru­hamfaratryggingu.
  4. Lög um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði, nr. 12/2003, með síðari breytingum:
    1. Í stað orðanna „laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
    2. Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 3. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: náttúru­hamfara­tryggingu.
  5. Lög um Bjargráðasjóð, nr. 49/2009, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Viðlaga­tryggingu Íslands“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
  6. Lög um heimild til samninga um álver í Helguvík, nr. 51/2009, með síðari breytingum:
    1. Í stað orðanna „laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
    2. Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 3. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: náttúru­hamfaratryggingu.
  7. Lög um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ, nr. 57/2010, með síðari breyt­ingum:
    1. Í stað orðanna „laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. málsl. 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
    2. Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 3. málsl. 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: náttúru­hamfara­tryggingu.
  8. Lög um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Viðlagatrygging“ í 1. mgr. 50. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratrygging.
  9. Lög um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, nr. 41/2015, með síðari breytingum:
    1. Í stað orðanna „Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992“ í 4. tölul. 10. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
    2. Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 4. tölul. 10. gr. laganna kemur: náttúru­hamfara­tryggingu.
  10. Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Viðlaga­tryggingu Íslands“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

Gjört á Bessastöðum, 23. maí 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 25. maí 2018