Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 106/2021

Nr. 106/2021 25. júní 2021

LÖG
um breytingu á lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr. 160/2008 (leiðsöguhundar).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Á eftir II. kafla laganna kemur nýr kafli, II. kafli A, Leiðsöguhundar, með einni nýrri grein, 8. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Leiðsöguhundar.

    Ríkissjóður skal tryggja árlega fjármagn til að afla, þjálfa og flytja inn leiðsöguhunda til sam­ræmis við eftirspurn hverju sinni. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð sér um öflun leiðsöguhunda í sam­starfi við Blindrafélagið. Notendur skulu ekki bera kostnað sem hlýst af öflun og þjálfun slíkra hunda eða vegna flutnings slíkra hunda til og frá landi hverju sinni.

    Miðstöðin tekur á móti og afgreiðir umsóknir um leiðsöguhunda. Þeim skal úthlutað til einstak­linga sem taldir eru, að undangengnu mati, geta nýtt sér þá sem hjálpartæki til aukins öryggis og sjálfstæðis við daglegt líf. Úthlutun er fylgt eftir með þjálfun hjá sérþjálfuðum hunda­þjálfurum og umferliskennurum. Úthlutun fylgir mat á aðstæðum einstaklings og mat á pörun einstaklings og leiðsöguhunds.

    Rísi ágreiningur um ákvörðun miðstöðvarinnar skv. 1.–2. mgr. er heimilt að kæra ákvörðun hennar til ráðuneytisins.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört í Vestmannaeyjum, 25. júní 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Ásmundur Einar Daðason.


A deild - Útgáfud.: 13. júlí 2021