Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 3/2019

Nr. 3/2019 8. janúar 2019

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Kirkjustétt 2-6 (leiðréttur texti, birt 17. desember 2018, nr. 1136/2018).
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­fest­ingar borgarráðs, þann 12. desember 2018, breytingu á skilmálum deiliskipulags Grafar­holts, svæði 1-norðurhluti vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni felst að útdragandi svalir, sem áður máttu ná 0,8 metra út fyrir byggingarreit, mega nú ná 1,0 metra út fyrir bygg­ingar­reit. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Fossvogshverfi.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 7. desember 2018, breytingu á skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis. Í breyting­unni felst að skilgreina nýtingarhlutfall ofanjarðar og bæta við heimild til nýtingarhlutfalls ofanjarðar vegna B-rýma. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Skúlagata 26 og 30.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 4. janúar 2019, breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits, vegna lóðanna nr. 26 og 30 við Skúlagötu. Í breytingunni felst m.a. að bílastæðaskilmálar íbúða breytast, bygg­ingar­reitur Skúlagötu 26 stækkar og að hluta almennra bílastæða á borgarlandi er breytt í rútustæði. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 8. janúar 2019.

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 11. janúar 2019