Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 9/2022

Nr. 9/2022 9. febrúar 2022

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (leiðrétting).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

1. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „1. júlí 2022“ í ákvæði til bráðabirgða XLVI í lögunum, sbr. 16. gr. laga nr. 133/2021, kemur: 1. janúar 2022.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

2. gr.

    Við ákvæði til bráðabirgða XVIII í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. skal á árinu 2022 lækka skráða losun húsbíla um 40%, en þó að hámarki niður í 150 g/km, áður en til álagningar vörugjalds kemur, hafi losun verið skráð samkvæmt evrópsku aksturslotunni og samræmdu prófunaraðferðinni að uppfylltum skilyrðum a–c-liðar 1. mgr.

 

III. KAFLI

Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

3. gr.

    Orðin „veitingastaðar eða -staða“ í lokamálslið 7. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VII í lögunum falla brott.

 

IV. KAFLI

Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990.

4. gr.

    2. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XIV í lögunum orðast svo: Þeim greiðslum sem frestað er skal skipta á sex gjalddaga og skulu gjalddagar og eindagar þeirra, að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis, vera 15. september, 17. október, 15. nóvember og 15. desember 2022 og 16. janúar og 15. febrúar 2023.

 

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 9. febrúar 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 23. febrúar 2022