Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 732/2022

Nr. 732/2022 3. júní 2022

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Mýrdalshreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkt eftir­farandi skipulagsáætlun:

Túnahverfi, deiliskipulag.
Deiliskipulagið felur í sér stækkun núverandi byggðar og nær yfir Túnahverfi, Króktún, Sigtún og Hátún. Skipulagið gerir ráð fyrir fjölgun íbúða með blandaðri byggð, einbýlis-, tvíbýlis- og parhúsa, ásamt einu fjölbýlishúsi. Lega Suðurvíkurvegar breytist og Króktún er lengt til norðurs.
Við gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulag Suðurvíkurvegar og Myllulands frá 2015, með síðari breytingum, ásamt deiliskipulagi hluta Túnahverfis frá 2009, með síðari breytingum.
Samþykkt í sveitarstjórn 17. febrúar 2022.

Ofangreind skipulagsáætlun hefur hlotið meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Vík í Mýrdal, 3. júní 2022.

 

George Frumuselu, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 21. júní 2022