Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1264/2022

Nr. 1264/2022 9. nóvember 2022

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi eystra.

Glæsistaðir, nýtt deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti 23. júní 2022 tillögu að deiliskipulagi á Glæsi­stöðum. Skipulagið nær yfir 0,8 ha lóð þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús og bílskúr. Hámarks­byggingar­magn er 300 m² og hámarkshæð bygginga er 8,5 m frá jörðu. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Lómatjörn, nýtt deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti 20. október 2022 tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Lómatjörn. Heimilt verður að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, sambyggðri eða stakstæðri, og gesta­hús. Hámarksbyggingarmagn er 164 m². Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Hallgerðartún, deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti 8. september 2022 tillögu að breytingu á deili­skipulagi í Hallgerðartúni á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að tveimur parhúsalóðum verður breytt í fjögurra íbúða raðhúsalóð og einni fjögurra íbúða raðhúsalóð verður breytt í 10 íbúða fjölbýlishúsa­lóð. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Miðbærinn á Hvolsvelli, deiliskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti 10. mars 2022 tillögu að breytingu á deiliskipulagi í miðbænum á Hvolsvelli. Breytingin felur m.a. í sér að byggingarreitur á Austurvegi 6a stækkar um 125 m² og breytingar verða á skilmálum á lóðunum Hlíðarvegur A og B og Sóleyjargata 10-14. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyt­ingin öðlast þegar gildi.

 

Hvolsvelli, 9. nóvember 2022.

F.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra,

Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 23. nóvember 2022