Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 753/2020

Nr. 753/2020 24. júlí 2020

GJALDSKRÁ
um greiðslur fyrir prestsþjónustu þjóðkirkjunnar.

1. gr.

Prestum ber greiðsla þóknunar fyrir þá þjónustu sem greinir í gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Greiða ber prestum fyrir þjónustu sem hér greinir:

 

 

 Þjónusta

Gjald kr.

a.

 Skírn, sem ekki fer fram í guðsþjónustu

7.272

b.  Ferming

20.777

c.  Hjónavígsla

13.505

d.  Kistulagning

8.311

e.  Útför

27.011

f.

 Jarðsetning duftkers eða kistu, sem ekki er í beinu framhaldi af útför

8.311

g.

 Embættisvottorð

2.078
 

 

3. gr.

Þóknun vegna þjónustu samkvæmt 2. gr. greiðir sá sem þjónustunnar beiðist.

 

4. gr.

Ferðakostnað prests vegna þjónustu samkvæmt 2. gr. greiðir sá sem beiðist verksins.

Akstursgjald miðast við sama gjald og ríkisstarfsmenn fá greitt hverju sinni samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

Presti ber að upplýsa greiðendur fyrirfram um ferðakostnað.

Ekki skal greiða ferðakostnað vegna fermingar.

 

5. gr.

Vottorð vegna meðlagsgreiðslu með barni og vottorð að beiðni sveitarstjórna, opinberra stofnana og annarra stjórnvalda gefur prestur út án endurgjalds.

Presti er enn fremur skylt að gefa út vottorð án endurgjalds um skírn og hjónavígslu, enda vitji hlutaðeigandi þess innan viku frá athöfn.

 

6. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. gr. laga 95/2020, ákvæðis til bráðabirgða í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi við birtingu.

 

Reykjavík, 24. júlí 2020.

 

        Drífa Hjartardóttir,                                              Agnes M. Sigurðardóttir,

        forseti kirkjuþings.                                                biskup Íslands og forseti kirkjuráðs.


B deild - Útgáfud.: 29. júlí 2020