Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 2/2023

Nr. 2/2023 11. janúar 2023

AUGLÝSING
um samning við Noreg er varðar afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæðinu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen.

Samningur milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs er varðar afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæðinu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen, sem gerður var í Stokkhólmi 30. október 2019, öðlaðist gildi 13. desember 2022.

Samningurinn er birtur sem fylgiskjal 1 með auglýsingu þessari og markalína á Ægisdjúpi, afmörkuð í samningnum (skýringarmynd), er birt sem fylgiskjal 2.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 11. janúar 2023.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 10. mars 2023