Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 84/2019

Nr. 84/2019 27. júní 2019

LÖG
um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um stjórnsýslu búvörumála (flutningur málefna búnaðarstofu).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um búfjárhald, nr. 38/2013.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:

 1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Ráðherra er heimilt að fram­selja stjórnsýsluvald samkvæmt lögum þessum til stjórnvalds. Þá er heimilt, með samn­ingi, að fela aðila utan stjórnsýslunnar framkvæmd eftirlits. 
 2. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.

2. gr. 

    Orðin „Matvælastofnun heldur utan um og“ í 1. tölul. 3. gr. laganna falla brott.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:

 1. 1. mgr. orðast svo:
      Umráðamönnum búfjár er skylt að skila haustskýrslu með rafrænum hætti í Bústofn eigi síðar en 20. nóvember hvert ár. 
 2. 3. mgr. fellur brott. 
 3. Í stað 4. og 5. mgr. kemur ein málsgrein, svohljóðandi:
      Heimilt er að fara í árlega skoðun til allra umráðamanna búfjár til þess að sannreyna upplýsingagjöf skv. 2. mgr. Skoðun hjá umráðamönnum búfjár sem ekki skila inn full­nægjandi gögnum skal framkvæmd á kostnað þeirra. 
 4. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: Ráðherra. 
 5. Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: ráðherra.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:

 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Umráðamanni búfjár er skylt að heimila aðgang að gripahúsum og/eða beitilöndum í þágu upplýsingaöflunar samkvæmt lögum þessum. 
 2. 2. mgr. orðast svo:
      Umráðamönnum búfjár sem njóta opinberra greiðslna í landbúnaði þar sem fjöldi gripa er grundvöllur greiðslu er skylt að veita atbeina sinn við að staðreyna fjölda gripa með taln­ingu, m.a. með því að heimila aðgang að gripahúsum og/eða beitilöndum. Sinni umráða­maður búfjár ekki slíkri skyldu er heimilt að fella niður opinberar greiðslur sem grundvallast á talningunni þar til umráðamaður búfjár sinnir skyldu sinni samkvæmt ákvæð­inu.

5. gr.

    Orðið „Matvælastofnunar“ í 3. tölul. 13. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

    Orðið „Matvælastofnunar“ í e-lið 1. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI

Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998, með síðari breytingum.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:

 1. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ kemur: Ráðherra. 
 2. Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er, með samningi, að fela stjórnvaldi eða aðila utan stjórnsýslunnar þetta eftirlit.

III. KAFLI

Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

8. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt að framselja stjórn­sýslu­vald samkvæmt lögum þessum til stjórnvalds.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „Matvælastofnun er heimilt að“ í 1. mgr. kemur: Heimilt er að. 
 2. Orðið „Matvælastofnun“ í 4. mgr. fellur brott.

10. gr.

    Í stað orðanna „Matvælastofnun skal halda“ í 1. mgr. 38. gr. laganna kemur: Halda skal.

11. gr.

    Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 4. og 5. mgr. 39. gr. laganna kemur: ráðherra.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 52. gr. laganna:

 1. Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 3. málsl. kemur: ráðherra. 
 2. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 4. málsl. kemur: Ráðherra.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 53. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „Matvælastofnun skal halda“ í 1. mgr. kemur: Halda skal. 
 2. 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.

14. gr.

    Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 2. mgr. 54. gr. laganna kemur: ráðherra.

15. gr.

    Í stað orðanna „Matvælastofnun skal halda“ í 2. mgr. 59. gr. laganna kemur: Halda skal.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 77. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „Matvælastofnun skal safna“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Safna skal. 
 2. Orðið „Matvælastofnun“ í 2. málsl. 1. mgr. fellur brott. 
 3. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 2. mgr. kemur: ráðherra. 
 4. Orðin „við störf stofnunarinnar“ í 2. mgr. falla brott.

17. gr.

    Við 1. málsl. 3. mgr. 82. gr. laganna bætist: ef við á.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um Matvælastofnun, nr. 30/2018.

18. gr.

    Orðin „og stuðningsgreiðslur í landbúnaði“ í a-lið 2. gr. laganna falla brott.

V. KAFLI

Breyting á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013, með síðari breytingum.

19. gr.

    Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 1. málsl. 4. mgr. 37. gr. laganna kemur: ráðherra.

VI. KAFLI

Gildistaka o.fl.

20. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.

    Starfsmenn búnaðarstofu Matvælastofnunar sem eru í starfi við gildistöku laganna verða starfs­menn hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með sömu ráðningarkjörum og áður giltu. Um rétt starfsmanna til starfa hjá ráðuneytinu fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, eins og við á. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.

Gjört í Vestmannaeyjum, 27. júní 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Kristján Þór Júlíusson.


A deild - Útgáfud.: 5. júlí 2019