Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 628/2020

Nr. 628/2020 23. júní 2020

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Borgartúnsreitur vestur 1.216, Guðrúnartún.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 7. maí 2020, breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur 1.216 vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smá­hýsi: Guðrúnartún. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöð­um í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Bæjarflöt 10.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 19. júní 2020, breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 10 við Bæjarflöt. Í breyt­ing­unni felst að komið er fyrir nýrri innkeyrslu á lóð ásamt því að norðausturhluti lóðar er girtur af og hliði komið fyrir í nýrri innkeyrslu. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 23. júní 2020.

 

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 24. júní 2020