Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 253/2019

Nr. 253/2019 13. mars 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Hveragerðisbæ.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi Sólborgarsvæðis.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. desember 2018 óverulega breytingu á deili­skipulagi Sólborgarsvæðis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Varmá og spildu úr landi Reykja til vesturs, Ölfusborgum og opnu svæði undir Reykjafjalli til norðurs, landi Gljúfurárholts til austurs og hring­vegi (Suðurlandsvegi) til suðurs. Breytingin felur í sér að áður en uppbygging hefst á Sólborgar­svæðinu verði deiliskipulag þess aðlagað legu tengivegar eins og hún er sýnd í aðal­skipulagi. Tengivegurinn sem um ræðir liggur samsíða hringvegi frá Varmá að landi Gljúfurár­holts.
Deiliskipulag þetta hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast nú þegar gildi.

Hveragerði, 13. mars 2019.

Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 13. mars 2019