Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1147/2021

Nr. 1147/2021 27. september 2021

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Akureyrarbæ.

Breyting á deiliskipulagi Hlíðahverfis, suðurhluta.
Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti 19. ágúst 2021 deiliskipulagsbreytingu fyrir Hlíðahverfi, suður­hluta.
Breytingin nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2 og felur í sér að heimilt verður að reisa þar íbúðarhús með allt að fjórum íbúðum í stað tveggja íbúða áður. Nýtingarhlutfall er aukið úr 0,45 í 0,60 og bygg­ingarreitur stækkaður til samræmis við aukið byggingarmagn. Heimilt er að koma fyrir allt að fjórum bílastæðum innan lóðarinnar með tengingu frá Skarðshlíð og byggja allt að 2 m breiðar svalir út fyrir byggingarreit.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 

F.h. Akureyrarbæjar, 27. september 2021,

 

María Markúsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.


B deild - Útgáfud.: 11. október 2021