Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 737/2020

Nr. 737/2020 9. júlí 2020

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi eystra.

Hamar – Deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 14. maí 2020 tillögu að deiliskipulag á Hamri. Deiliskipulagið felst í því að gert er ráð fyrir 4 gestahúsum, hvert um sig allt að 35 m2 að stærð og einum gistiskála, allt að 70 m2 að stærð. Einnig er gert ráð fyrir þjónustuhúsi, allt að 150 m2 að stærð. Gistiskálar verða byggðir í torfbæjarstíl. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Sopi – Deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2019 tillögu að deiliskipulagi á Sopa. Tillagan nær til 2,5 ha svæðis og tekur til byggingar íbúðarhúss og aðstöðuhúss auk aðkomuvegar. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan öðlast þegar gildi. Fornhagi – Deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 26. mars 2020 tillögu að deiliskipulagi í Fornhaga. Tillagan nær til 15 ha svæðis jarðarinnar. Þar er annars vegar um að ræða 6,3 ha tjaldsvæði þar sem gert er ráð fyrir tjöldum, ferðavögnum, húsbílum og hjólhýsum og hins vegar 8,7 ha svæði fyrir allt að 50 gistihús, 400 m2 þjónustuhús, 100 m2 salernis- og sturtuaðstöðu og 145 m2 grillhús. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan öðlast þegar gildi.

Skiphóll – Deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 13. febrúar 2020 tillögu að deiliskipulagi á Skiphóli. Tillagan tekur til 32,5 ha spildu, Skiphóls í A-Landeyjum. Á byggingarreit Í1 er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, allt að 50 m2 bílgeymslu og allt að 40 m2 gestahús. Á byggingarreitum F1 og F2 er heimilt að byggja allt að 70 m2 frístundahús auk 15 m2 smáhýsis. Á byggingarreit Ú1 er heimilt að byggja allt að 1.000 m2 hús fyrir hestatengda starfsemi eða aðra landbúnaðartengda starfsemi. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan öðlast þegar gildi.

Ormsvöllur – Deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 15. júní 2020 breytingu á deiliskipulagi á Hvolsvelli. Deiliskipulagsbreytingin tekur til breytingar á innkeyrslu frá Dufþaksbraut inn á lóðir nr. 4 og 6b við Ormsvöll, sem felur í sér að innkeyrslur verða sameinaðar í eina á lóðarmörkum fyrrgreindra lóða. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi.

Útskák – Deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 14. maí 2020 tillögu að deiliskipulagi í Útskák. Tillagan nær til um 5 ha landspildu úr landi Kirkjulækjarkots í Fljótshlíð. Tillagan tekur til afmörkunar fimm íbúðarlóða og fimm frístundalóða. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi.

 

Hvolsvelli, 9. júlí 2020.

F.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra,

Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 23. júlí 2020