Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1738/2021

Nr. 1738/2021 29. desember 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 260/2017 um starfstíma framhaldsskóla.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:

Árið 2022 er skólameistara heimilt að ákveða, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennara­fund, hvernig starfsemin innan fyrrnefndra 180 daga skiptist á milli undirbúnings, kennslu og námsmats.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 15. gr. laga um framhaldsskóla með síðari breyt­ingum og öðlast þegar gildi. Reglugerð þessi fellur úr gildi 31. desember 2022.

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 29. desember 2021.

 

Ásmundur Einar Daðason
mennta- og barnamálaráðherra.

Páll Magnússon.


B deild - Útgáfud.: 13. janúar 2022