Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 712/2019

Nr. 712/2019 30. júlí 2019

AUGLÝSING
um afgreiðslu bæjarráðs Kópavogsbæjar á tillögum að breyttu deiliskipulagi.

Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkt þann 25. júlí 2019 breytingu á deiliskipulagi fyrir Austurkór 104.  Í breytingunni felst að komið er fyrir aðstöðu fyrir heitan pott ásamt búnings- og sturtuaðstöðu við lóðarmörk á norðurhluta lóðarinnar. Heildarstærð mannvirkisins er 25 m2. Norðvestur mörkum lóðarinnar er jafnframt breytt þannig að hún stækkar sem nemur 14 m2.
Málsmeðferð var skv. 43. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Vesturvör 44-48. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkt þann 25. júlí 2019 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Vesturvör 44-48. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar að hluta til vestur og aðkomukóti hækkar um allt að 0,7 m. Hámarkshæð er óbreytt.
Málsmeðferð var skv. 3. mgr. 44. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Kópavogi, 30. júlí 2019.

Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 2. ágúst 2019