Hinn 12. október 2015 var aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar afhent staðfestingarskjal Íslands vegna bókunar, sem gerð var í Genf 6. desember 2005, um breytingar á samningi um hugverkarétt í viðskiptum (TRIPS-samningurinn), sem gerður var í Marakess 15. apríl 1994, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 62/1995, þar sem TRIPS-samningurinn er birtur sem 1. viðauki C við Marakess-samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Bókunin öðlaðist gildi gagnvart Íslandi 23. janúar 2017.
Bókunin er birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 9. desember 2021.
F. h. r.
Martin Eyjólfsson.
|