Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 887/2020

Nr. 887/2020 26. ágúst 2020

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Skaftárhreppi.

Deiliskipulag Kirkjubæjarklaustri, læknisbústaður.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á fundi sínum 14. janúar 2020 deiliskipulag á Kirkju­bæjar­klaustri við læknisbústað á svæði sem skilgreint er sem íbúðarbyggð (ÍB-2) og opinber þjónusta (S-4) í aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag en heildarstærð deiliskipulagssvæðisins er 1,23 ha. Deili­skipulagið tekur til íbúðarbyggðar en fyrir er á svæðinu Heilbrigðisstofnun Suðurlands og eitt íbúðar­hús, læknisbústaðurinn.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Kirkjubæjarklaustri, 26. ágúst 2020.

 

Ólafur E. Júlíusson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 10. september 2020