Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1128/2020

Nr. 1128/2020 16. nóvember 2020

AUGLÝSING
um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Smárinn vestan Reykjanesbrautar. 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar 22. september 2020 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar A03 og A04 (Sunnusmára 10-12). Í tillögunni er gert ráð fyrir fjölgun íbúða úr 48 í 56. Sorp fyrir íbúðir verði í djúpgámum á sameiginlegri lóð húsanna líkt og er fyrir önnur hús á lóð A03 og A04. Krafa um bílastæði er óbreytt.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 43. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

 

Kópavogi, 16. nóvember 2020.

 

Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 20. nóvember 2020