Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 249/2020

Nr. 249/2020 23. mars 2020

AUGLÝSING
um fyrirkomulag kennslu, prófa og námsmats við Háskóla Íslands á vormisseri 2020.

Þrátt fyrir ákvæði reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 og annarra reglna háskólans sem í gildi eru um kennslu, fyrirkomulag prófa og námsmat gildir eftirfarandi ákvæði um vormisseri háskóla­ársins 2019-2020:

Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa vegna COVID-19 veirufaraldursins og fyrirmæla stjórnvalda í því efni og þar með áhrifa á starfsemi Háskóla Íslands er fræðasviðum og deildum heimilt í nánu samráði við kennslusvið að ákveða með hvaða hætti framkvæmd kennslu, prófa og námsmats vegna vormisseris 2020 verður fyrir komið. Tryggt verði eftir föngum að gera nemendum kleift að ljúka þeim námskeiðum vormisseris sem þeir eru skráðir í. Um námsmat fer eftir gildandi reglum eftir því sem frekast er unnt.

Auglýsing þessi, sem háskólaráð hefur samþykkt, er birt með stoð í lögum nr. 85/2008 um opin­bera háskóla og taka ákvæði hennar þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 23. mars 2020.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 24. mars 2020