Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 83/2019

Nr. 83/2019 25. júní 2019

LÖG
um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, með síðari breytingum (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr. 

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr. 22. gr. laganna

 1. Í stað orðsins „starfsemi“ kemur: veitingastarfsemi. 
 2. Í stað orðanna „sbr. 7., 12. og 17. gr.“ kemur: skv. 7. og 12. gr. eða leyfisskylda starfsemi skv. 17. gr. án leyfis. 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. a laganna:

 1. Á eftir orðunum „þann sem rekur“ í 1. mgr. kemur: leyfisskylda gististarfsemi án tilskilins rekstrarleyfis, sbr. 7. gr. 
 2. Við 2. mgr. bætist: eða skilar ekki nýtingaryfirliti til sýslumanns skv. 2. mgr. 13. gr. 
 3. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Við ákvörðun um stjórnvaldssekt vegna rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi er sýslumanni heimilt að afla gagna með sjálfstæðri rannsókn og leita atbeina lögreglu við öflun slíkra gagna. 
 4. Við 3. mgr. bætist: svo sem umfangs, ætlaðs ávinnings, ítrekunaráhrifa og hvort um rekstrar­leyfis- eða skráningarskylda starfsemi er að ræða. Litið er á hverja selda gistinótt umfram það sem heimilt er samkvæmt lögum þessum sem sjálfstætt brot. 
 5. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Ráðherra er í reglugerð heimilt að kveða á um að einu sýslumannsembætti sé falið að taka ákvarðanir um stjórnvaldssektir vegna leyfisskyldrar gististarfsemi. Ákvörðun skal tekin að höfðu samráði við þann ráðherra sem fer með málefni sýslumanna. 

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 25. júní 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 5. júlí 2019