1. gr. Við 2. mgr. 4. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Aðgangur að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna er ávallt háður leyfi Persónuverndar, sbr. 15. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. 2. gr. Við 7. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi: Ekki er skylt að senda Persónuvernd tilkynningu um sjálfvirka og óhjákvæmilega vöktun sem fram fer á netþjónum á vinnustöðum og í skólum. 3. gr. Gildistaka o.fl. Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 30. gr., 3. mgr. 31. gr., 2. mgr. 32. gr. og 33. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, öðlast þegar gildi. Persónuvernd, 22. október 2009. Páll Hreinsson stjórnarformaður. Sigrún Jóhannesdóttir. |