Með orðsendingaskiptum í Madríd og París hinn 31. mars 2009 var gengið frá samningi milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Spánar um þátttöku ríkisborgara hvors lands um sig, sem hafa fasta búsetu á yfirráðasvæði hins, í sveitarstjórnarkosningum. Samningurinn öðlaðist gildi 1. desember 2010.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 26. ágúst 2022.
F. h. r.
Martin Eyjólfsson.
|