Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 93/2020

Nr. 93/2020 8. júlí 2020

LÖG
um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (aðgengi að sálfræðiþjónustu og annarri gagnreyndri samtalsmeðferð).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Á eftir 21. gr. laganna kemur ný grein, 21. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

 

Sálfræðimeðferð og önnur gagnreynd samtalsmeðferð.

    Sjúkratryggingar taka til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtals­meðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla. Sjúkra­trygginga­stofnunin getur áskilið vottorð heimilislæknis, heilsugæslulæknis eða sérgreina­læknis um nauðsyn meðferðar.

    Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar þar sem m.a. er heimilt að kveða á um nánari skilyrði og takmörkun greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við sálfræðimeðferð.

 

2. gr.

    Á eftir orðunum „17.–21. gr.“ í 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: og 21. gr. a.

 

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021.

 

Gjört í Reykjavík, 8. júlí 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Svandís Svavarsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 21. júlí 2020