Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1063/2022

Nr. 1063/2022 5. september 2022

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Akureyrarbæ.

Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 14. júlí 2022 breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ.
Breytingin tekur til lóðarinnar Geislagötu 5 og felur í sér að byggingarreitur stækkar lítillega og heimilt verður að reisa þar fimm hæða byggingu með efstu hæðina inndregna. Heildarbygg­ingar­magn eykst úr 1.288 m² í 1.560 m². Notkun húsnæðis verður verslun og þjónusta á jarðhæð og allt að 12 íbúðir á efri hæðum. Hámarkshæð byggingar verður 17 m og við bætist kvöð um 1,8 m breiða göngu­leið á suðurhlið lóðar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 

F.h. Akureyrarbæjar, 5. september 2022,

 

María Markúsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.


B deild - Útgáfud.: 19. september 2022