Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1052/2019

Nr. 1052/2019 27. nóvember 2019

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Hrunamannahreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkt eftir­farandi deiliskipulagsáætlun:

Deiliskipulagsbreyting, Miðhof 2-4, Flúðum.
Óveruleg breyting er gerð á gildandi deiliskipulagi sem felur í sér að tveimur lóðum innan deiliskipulagsins, Miðhofi 2 og 4, er breytt úr tveimur einbýlishúsalóðum í eina þriggja íbúða raðhúsalóð sem fær heitið Miðhof 4a-c. Lóðin Miðhof 2 fellur þar af leiðandi niður.
Samþykkt í sveitarstjórn 10. október 2019.

Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

Laugarvatni, 27. nóvember 2019.

Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.,

Rúnar Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 28. nóvember 2019