Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 34/2018

Nr. 34/2018 8. maí 2018

LÖG
um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (skuldajöfnun, greiðslujöfnunarsamningar og ógildir löggerningar).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Við 1. mgr. 1. gr. a laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo: Greiðslujöfnunarsamningur: Samn­ingur sem felur í sér að unnt er að umreikna samrættar kröfur eða skuldbindingar fjármála­fyrirtækis og viðsemjanda þess í eina jafnaða kröfu, þ.m.t. samningur um greiðslujöfnun til uppgjörs.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 99. gr. laganna:

  1. J-liður orðast svo: Samningur um skuldajöfnuð á grundvelli greiðslujöfnunarsamnings sem gerður hefur verið áður en fjárhagsleg endurskipulagning fjármálafyrirtækis hefst fer eftir lögum þess aðildarríkis sem um samninginn gilda. Jafnframt hefur lánardrottinn rétt til þess að krefjast skuldajöfnunar kröfu sinnar gagnvart kröfu fjármálafyrirtækis, enda sé skulda­jöfnun heimil samkvæmt lögum þess aðildarríkis sem gilda um kröfu fjármála­fyrirtækisins. Réttur til skuldajöfnunar skv. 2. málsl. takmarkast þó af rétti fjármála­fyrirtækis til þess að krefjast ógildingar eða riftunar eftir reglum laga um samnings­gerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, eða XX. kafla laga um gjaldþrota­skipti o.fl., nr. 21/1991.
  2. N-liður orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði d- og e-liðar er heimilt að beita ákvæðum III. kafla laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, um ógilda löggerninga, nema lög gistiríkis heimili ekki slíkt. Hið sama á við reglur XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Löggerningur verður þó ekki ógiltur ef sá sem hag hefur af því að slíkur gerningur haldi gildi sínu leggur fram fullnægjandi sönnun um að um löggerninginn eigi að gilda lög annars ríkis og að þar sé ekki að finna ógildingar- eða riftunarreglu sem tekur til þess tilviks sem um ræðir.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 8. maí 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 16. maí 2018