Hinn 31. október 2023 var ríkisstjórn Noregs afhent staðfestingarskjal Íslands um samning um samræmingu á sviði almannatrygginga milli Íslands, Furstadæmisins Liechtensteins, Konungsríkisins Noregs og Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, sem undirritaður var í London 30. júní 2023. Samningurinn öðlaðist gildi 1. janúar 2024.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 19. janúar 2024.
Bjarni Benediktsson.
Martin Eyjólfsson.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|