Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 73/2019

Nr. 73/2019 24. júní 2019

LÖG
um breytingu á lögum um helgidagafrið, nr. 32/1997, með síðari breytingum (helgihald).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:

    Í lögum þessum er mælt fyrir um verndun helgihalds í því skyni að tryggja frið og næði innan þeirra marka er greinir í 3. gr.

2. gr.

    II. kafli laganna, sem hefur fyrirsögnina Helgidagar þjóðkirkjunnar, og er með einni grein, 2. gr., orðast svo:

    Helgidagar þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páska­dagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfanga­dagur jóla frá kl. 18, jóladagur og annar dagur jóla.

3. gr.

    4., 5., 6. og 8. gr. laganna falla brott.

4. gr.

    Fyrirsögn III. kafla laganna verður: Um frið vegna helgihalds.

5. gr.

    Heiti laganna verður: Lög um frið vegna helgihalds.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 24. júní 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 4. júlí 2019