Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1149/2021

Nr. 1149/2021 27. september 2021

AUGLÝSING
um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Fjallakór 1. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Kópavogs 24. ágúst 2021 breyt­ingu á deiliskipulagi fyrir Fjallakór 1. Í breytingunni felst að reist verði 48,3 m² viðbygging á suð­austur­hlið hússins og stækkar ytri byggingarreitur í samræmi við það. Við breytinguna stækkar húsið úr 260,4 m² í 308,5 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,49 í 0,58. Gólfkóti viðbyggingar er sami og gólfkóti neðri hæðar núverandi byggingar (GK 116,8). Salarhæð viðbyggingar er að hámarki 3,1 m og skal fallvörn af viðbyggingu vera úr gleri.
Málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

 

Fjallakór 1A. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Kópavogs 24. ágúst 2021 breyt­ingu á deiliskipulagi fyrir Fjallakór 1A. Í breytingunni felst að reist verður 34,5 m² viðbygging ásamt stiga á norðvesturhlið hússins og stækkar ytri byggingarreitur í samræmi við það. Við breyt­inguna stækkar húsið úr 260,4 m² í 294,7 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,54 í 0,61. Gólfkóti viðbygg­ingar er sami og gólfkóti neðri hæðar núverandi byggingar (GK 116,8). Salarhæð viðbyggingar er að hámarki 3,1 m og skal fallvörn af viðbyggingu vera úr gleri.
Málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

 

Kópavogi, 27. september 2021.

 

Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 11. október 2021