Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 9/2023

Nr. 9/2023 31. júlí 2023

AUGLÝSING
um innleiðingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1453 um brottfall framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2021/1533 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu.

1. gr.

Eftirfarandi reglugerð öðlast gildi hér á landi með reglugerð nr. 832/2023 um gildistöku fram­kvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1453 um brottfall framkvæmdar­reglugerðar (ESB) 2021/1533 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu, sem birt er í B-deild Stjórnartíðinda:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1453 frá 13 júlí 2023 um brott­fall framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2021/1533 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu. Reglugerðin er birt á ensku í fylgiskjali með auglýsingu þessari.

 

2. gr.

Auglýsing þessi er sett með stoð í 27. gr. b og 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli og 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Matvælaráðuneytinu, 31. júlí 2023.

 

F. h. r.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.

Margrét Björk Sigurðardóttir.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 3. ágúst 2023