Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 155/2019

Nr. 155/2019 27. desember 2019

FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 119/2018, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breyt­ingu á forsetaúrskurði nr. 119/2018, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnar­ráði Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. forsetaúrskurðarins:

  1. Á eftir o-lið 1. tölul. kemur nýr stafliður, p-liður, sem orðast svo: Ráðgjafa um upplýs­inga­rétt almenn­ings.
  2. Við 6. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Greiðslu bóta vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. forsetaúrskurðarins:

  1. 4. tölul. orðast svo: Viðskiptalíf, almenna lagaumgjörð, þar á meðal:
    1. Opinberar eftirlitsreglur.
    2. Rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
    3. Rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.
    4. Frum- og milliinnheimtu peningakrafna.
    5. Víxla, tékka og skuldabréf.
    6. Fyrningu kröfuréttinda.
    7. Ábyrgðarmenn.
    8. Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, þ.m.t. einkaleyfi, vörumerki, félagamerki, uppfinn­ingar starfsmanna og hönnun.
    9. Hugverkastofu.
    10. Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.
    11. Félagarétt, þ.m.t. bókhald, endurskoðendur og ársreikninga.
    12. Skráningu fyrirtækja og félaga og málefni fyrirtækjaskrár, ársreikningaskrár og almanna­heillafélagaskrár.
    13. Skráningu raunverulegra eigenda.
    14. Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
    15. Framkvæmd útboða.
    16. Samkeppnismál.
    17. Samkeppniseftirlitið.
    18. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
    19. Staðla og Staðlaráð Íslands.
    20. Faggildingu.
    21. Löggildingu viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
    22. Löggildingu endurskoðenda og málefni endurskoðendaráðs.
  2. Á eftir i-lið 5. tölul. koma tveir nýir stafliðir, j- og k-liður, sem orðast svo:
    1. Gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó.
    2. Fiskeldissjóð.
  3. 8. tölul. orðast svo: Neytendamál, þar á meðal:
    1. Eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
    2. Vöruöryggi, þ.m.t. vörur unnar úr eðalmálmum.
    3. Neytendalán.
    4. Lausafjárkaup, fasteignakaup, neytendakaup og þjónustukaup.
    5. Úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
    6. Samningarétt.
    7. Pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
    8. Skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.
    9. Neytendasamninga.
    10. Mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
    11. Neytendastofu.
    12. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.
    13. Áfrýjunarnefnd neytendamála.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. forsetaúrskurðarins:

  1. Á eftir 6. tölul. kemur nýr tölul., 7. tölul., sem orðast svo: Refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði.
  2. E-liður 11. tölul., sem verður e-liður 12. tölul., orðast svo: Náðun og sakaruppgjöf.
  3. C-liður 21. tölul., sem verður c-liður 22. tölul., orðast svo: Persónuvernd og vinnslu persónu­upplýsinga.
  4. Á eftir c-lið 21. tölul., sem verður c-liður 22. tölul., kemur nýr stafliður, d-liður, sem orðast svo: Vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
  5. Í stað orðsins „Helgidagafrið“ í g-lið 24. tölul., sem verður g-liður 25. tölul., kemur: Frið vegna helgihalds.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. forsetaúrskurðarins:

  1. 4. tölul. orðast svo: Húsnæðis- og mannvirkjamál, þar á meðal:
    1. Húsnæðislán.
    2. Greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga.
    3. Greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.
    4. Húsnæðissjóð.
    5. Húsaleigumál.
    6. Húsnæðisbætur.
    7. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög.
    8. Almennar íbúðir.
    9. Húsnæðissjálfseignarstofnanir.
    10. Húsnæðismálasjóð.
    11. Fjöleignarhús.
    12. Frístundabyggð.
    13. Kærunefnd húsamála.
    14. Eftirlit með mannvirkjum og gerð þeirra.
    15. Brunavarnir.
    16. Eftirlit með byggingarvörum.
    17. Eftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga í mannvirkjum.
    18. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
  2. 5. tölul. fellur brott.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. forsetaúrskurðarins:

  1. Við 2. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: ÍL-sjóð.
  2. Í stað tilvísunarinnar „III“ í a-lið 3. tölul. kemur: V.
  3. Á eftir orðunum „þ.m.t. málefni“ í a-lið 4. tölul. kemur: Skattsins og.
  4. Í stað orðsins „tollstjóra“ í b-lið 4. tölul. kemur: Tollgæslu Íslands.
  5. Í stað tilvísunarinnar „32. gr.“ í f-lið 7. tölul. kemur: 37. gr.
  6. Í stað tilvísunarinnar „34. gr.“ í g-lið 7. tölul. kemur: 40. gr.
  7. 8. tölul. orðast svo: Fjármálamarkað, lagaumgjörð og eftirlit, þar á meðal:
    1. Fjármálafyrirtæki.
    2. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
    3. Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
    4. Verðbréfamarkaði.
    5. Úrskurðarnefnd verðbréfamiðstöðva.
    6. Innstæðutryggingar.
    7. Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta.
    8. Afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.
    9. Vátryggingar og vátryggingastarfsemi.
    10. Ökutækjatryggingar.
    11. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum.
    12. Dreifingu vátrygginga.
    13. Úrskurðarnefnd um dreifingu vátrygginga.
    14. Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
    15. Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratryggingar.
    16. Greiðslukerfi og greiðsluþjónustu.
    17. Milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur.
    18. Skortsölu og skuldatryggingar.
    19. Viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
    20. Vátryggingasamstæður.
    21. Lánshæfismatsfyrirtæki.
    22. Evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
  8. Í stað tilvísunarinnar „21. gr.“ í c-lið 10. tölul. kemur: 31. gr.

6. gr.

6. tölul. 6. gr. forsetaúrskurðarins orðast svo: Annað, þar á meðal:

    1. Græðara.
    2. Þungunarrof.
    3. Ófrjósemisaðgerðir.
    4. Ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. forsetaúrskurðarins:

  1. Á eftir c-lið 2. tölul. kemur nýr stafliður, d-liður, sem orðast svo: Lýðskóla.
  2. 4. tölul. orðast svo: Vísindamál, þar á meðal:
    1. Rannsóknastarfsemi, einkum á sviði grunnrannsókna.
    2. Vísindastarfsemi sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    3. Opinberan stuðning við vísindarannsóknir.
    4. Vandaða starfshætti í vísindum.
    5. Nefnd um vandaða starfshætti í vísindum.
    6. Rannsóknarsjóð.
    7. Innviðasjóð.
    8. Samtök um evrópska rannsóknarinnviði.
    9. Umsýslu og undirbúning funda fyrir Vísinda- og tækniráð.
    10. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum.
    11. Rannsóknamiðstöð Íslands.
  3. Við d-lið 7. tölul. bætist: þ.m.t. sviðslistaráð og sviðslistasjóð.
  4. Á eftir i-lið 7. tölul. kemur nýr stafliður, j-liður, sem orðast svo: Stuðning við útgáfu bóka á íslensku.
  5. Á eftir a-lið 8. tölul. kemur nýr stafliður, b-liður, sem orðast svo: Sameiginlega umsýslu höfundarréttar.
  6. Við 12. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðs­starfs.
  7. Orðið „ríkisins“ í a-lið 13. tölul. fellur brott.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. forsetaúrskurðarins:

  1. Á eftir d-lið 3. tölul. kemur nýr stafliður, e-liður, sem orðast svo: Öryggi net- og upplýs­inga­kerfa mikilvægra innviða.
  2. Upphafsmálsliður 6. tölul. orðast svo: Skráningu einstaklinga, lögheimili og aðsetur, fast­eignaskrá og fasteignamat, þar á meðal:

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. forsetaúrskurðarins:

  1. 3. tölul. orðast svo: Skógrækt og landgræðslu, þar á meðal:
    1. Gróður- og jarðvegsvernd, þ.m.t. meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.
    2. Skóga og skógrækt.
    3. Endurheimt vistkerfa, þ.m.t. votlendis.
    4. Landgræðsluna.
    5. Skógræktina.
  2. Við 10. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Loftslagsmál.

10. gr.

Við 2. tölul. 10. gr. forsetaúrskurðarins bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Fram­kvæmd alþjóð­legra þvingunaraðgerða, þ.m.t. frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunar­aðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna.

11. gr.

Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 27. desember 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2019