Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 73/2022

Nr. 73/2022 28. júní 2022

LÖG
um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (fyrningarálag á grænar eignir o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Við 21. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Fari greiðsla fram með eign atvinnurekstrar skal ákvarða hagnað eða tap með sama hætti og hefði eignin verið seld ótengdum aðila, þ.m.t. við úttekt eigenda.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða LXX í lögunum:

  1. Á eftir orðunum „stofnverð eigna“ í 2. mgr. kemur: skv. 1. mgr.
  2. Orðin „og hvenær skattaðili telst vera í fjárhagsvanda“ í 8. mgr. falla brott.

 

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 28. júní 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 13. júlí 2022