Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 482/2023

Nr. 482/2023 4. maí 2023

SAMÞYKKT
fyrir Veiðifélagið Kolku.

1. gr.

Nafn félagsins er Veiðifélagið Kolka, kt. 500781-0419.

 

2. gr.

Heimili og varnarþing er þar sem formaður þess er búsettur hverju sinni.

 

3. gr.

Veiðifélagið nær yfir vatnasvæði Hjaltadalsár, Kolbeinsdalsár og Kolku. Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur eftirtalinna jarða eða landareigna sem land eiga að ánum, eða eiga þar veiðirétt:

Ásgarður
Viðvík
Garðakot
Skúfsstaðir
Ingveldarstaðir
Nautabú
Kjarvalsstaðir
Kálfsstaðir
Hlíð
Hrafnhóll
Hvammur
Reykir

Hólar
Víðines 1
Víðines 2
Laufskálar
Efri-Ás
Neðri-Ás 1
Neðri-Ás 2
Unastaðir
Smiðsgerði
Sviðningur
Saurbær
Skriðuland
Fjall
Sleitustaðir
Sleitustaðir 2
Hlíðarendi
Stóra-Gerði
Kross
Teigur
Marbæli
Melstaður Kolbeinsdalsafréttur  

 

4. gr.

Verkefni félagsins er að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna. Félagið tekur til allrar veiði á félagssvæðinu og ráðstafar henni í samræmi við samþykkt félagsfundar. Til að slík framkvæmd nái fram að ganga skal geta þess í fundarboði að slík ákvörðun liggi fyrir á fundinum.

Félaginu ber einnig að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og koma í veg fyrir að verklegar framkvæmdir eða önnur starfsemi skaði lífríki þess. Félaginu er heimilt að stunda fiskrækt í samræmi við gilda fiskræktaráætlun á hverjum tíma.

 

5. gr.

Stjórn félagsins skipa þrír menn, formaður, gjaldkeri og ritari. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn. Stjórnarmenn skulu eiga aðild að félaginu eða starfa í umboði þeirra sem getið er í 3. gr. Stjórnarmenn ganga úr stjórninni á víxl í samræmi við fjölda stjórnarmanna, þannig að tveir sitja áfram á hverju ári. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Enginn atkvæðisbær félagsmaður getur skorast undan kosningu nema sérstök forföll hamli eða ef hann hefur verið í stjórn í þrjú ár. Kjósa skal þrjá varamenn til eins árs í senn. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga og einn skoðunarmann til vara hvert ár. Aðrar kosningar s.s. í nefndir ákveður aðalfundur hverju sinni.

 

6. gr.

Stjórnin hefur á hendi allar framkvæmdir félagsins milli aðalfunda. Hún fær menn sér til aðstoðar við þau störf í þágu félagsins sem vinna þarf á hverjum tíma og semur við þá um þóknun ef þurfa þykir. Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur yfirumsjón með öllum störfum félagsins og fjárreiðum. Óheimilt er öllum að veiða á svæðinu nema með skriflegu leyfi félagsstjórnar eða aðila sem veitir slík leyfi í umboði hennar. Í leyfinu skal tekið fram um veiðitíma og veiðitæki og með hvaða kjörum leyfið er veitt.

 

7. gr.

Stjórnarmenn skulu víkja sæti við meðferð þeirra mála félagsins sem snerta hagsmuni þeirra eða venslamanna þeirra sérstaklega umfram aðra félagsmenn. Þeir skulu haga störfum sínum þannig að jafnræðis sé gætt meðal félagsmanna. Stjórn félagsins skal gæta andmælaréttar félagsmanns áður en mál sem snertir hagsmuni tiltekins félagsmanns umfram aðra félagsmenn er tekið til afgreiðslu á stjórnarfundi. Stjórn félagsins skal ætíð gæta þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun í því er tekin.

Rísi ágreiningur um lögmæti ákvörðunar félagsstjórnar eða fundar í félaginu getur félagsmaður kært ákvörðunina til Fiskistofu. Kærufrestur er þrír mánuðir frá því að ákvörðun var tekin.

 

8. gr.

Fundi í félaginu skal boða skriflega með dagskrá eigi síðar en 10 dögum fyrir fundardag. Skylt er að boða fundi í félaginu með ábyrgðarbréfi ef breyta á samþykktum félagsins eða ráðstafa veiði á félagsfundi. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á fundum. Þó verður staðfesting eða breyting á samþykkt eða arðskrá að hljóta samþykki ⅔ atkvæðisbærra félagsmanna. Nú verður breyting á samþykkt eða arðskrá ekki samþykkt vegna ófullnægjandi fundarsóknar og má þá boða til annars fundar. Á þeim fundi ræður meirihluti atkvæða.

Á félagsfundi skal leggja fram skrá yfir atkvæðisbæra félagsmenn. Umboð sem lögð eru fyrir á fundi skulu skráð í fundargerðabók.

 

9. gr.

Aðalfund skal halda ár hvert eigi síðar en fyrir upphaf veiðitímabils. Á aðalfundi skýrir stjórnin frá störfum félagsins á liðnu starfsári og leggur fram tillögur um starfsemi þess á næsta ári. Þá skal hún leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Á aðalfundi skulu eftirtalin málefni tekin fyrir:

  1. Skýrsla stjórnar, umræður og atkvæðagreiðsla.
  2. Reikningar, umræður og atkvæðagreiðsla.
  3. Lagabreytingar, ef tillögur um þær liggja fyrir.
  4. Kosningar samkvæmt 5. gr.
  5. Önnur mál.

Aukafundi skal halda eftir þörfum eða ef ¼ félagsmanna æskir þess og tilgreinir fundarefnið.

 

10. gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórninni ber að færa reikningana í gerðabók sem henni er skylt að halda, svo og samþykktir félagsins, félagaskrá, arðskrá og fundargerðir.

 

11. gr.

Arði af sameiginlegri veiði skal skipt niður á félagsmenn samkvæmt arðskrá. Félagsmenn greiða gjöld til félagsins í sömu hlutföllum og þeir taka arð.

 

12. gr.

Samþykkt þessi staðfestist samkvæmt 39. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt falla úr gildi eldri samþykktir veiði­félagsins.

 

Fiskistofu, 4. maí 2023.

 

Guðni Magnús Eiríksson,
sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs.


B deild - Útgáfud.: 19. maí 2023