Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 19/2023

Nr. 19/2023 9. janúar 2023

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Vestmannaeyjabæ.

Nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Viðlagafjöru.
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti 1. desember 2022 tillögu að deiliskipulagi nýs iðnaðar­svæðis í Viðlagafjöru vegna áforma um fiskeldi á svæðinu.
Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir fiskeldi og svæði þar sem áfram verður sandvinnsla og efnistökusvæði. Lóð við Viðlagafjöru 1 þar sem áform eru um uppbyggingu fiskeldis er 9,93 ha. Á lóðinni eru skilgreindir tveir byggingarreitir, B-1 sem er ætlaður fyrir stöðvar­hús og aðrar nauðsynlegar þjónustubyggingar og B-2 fyrir fiskeldisker og annan tengdan búnað. Gerð er grein fyrir aðkomuleiðum og helstu mannvirkjum ofanjarðar, svo sem fiskeldistönkum, þjónustu­húsum, frágangi lóðar og ásýnd mannvirkja.
Deiliskipulagið hefur hlotið málsmeðferð skv. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

F.h. bæjarstjórnar Vestmannaeyja, 9. janúar 2023,

 

Dagný Hauksdóttir skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 23. janúar 2023