Nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Viðlagafjöru. Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti 1. desember 2022 tillögu að deiliskipulagi nýs iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru vegna áforma um fiskeldi á svæðinu. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir fiskeldi og svæði þar sem áfram verður sandvinnsla og efnistökusvæði. Lóð við Viðlagafjöru 1 þar sem áform eru um uppbyggingu fiskeldis er 9,93 ha. Á lóðinni eru skilgreindir tveir byggingarreitir, B-1 sem er ætlaður fyrir stöðvarhús og aðrar nauðsynlegar þjónustubyggingar og B-2 fyrir fiskeldisker og annan tengdan búnað. Gerð er grein fyrir aðkomuleiðum og helstu mannvirkjum ofanjarðar, svo sem fiskeldistönkum, þjónustuhúsum, frágangi lóðar og ásýnd mannvirkja. Deiliskipulagið hefur hlotið málsmeðferð skv. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.
F.h. bæjarstjórnar Vestmannaeyja, 9. janúar 2023,
Dagný Hauksdóttir skipulagsfulltrúi.
|