Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 81/2022

Nr. 81/2022 28. júní 2022

LÖG
um breytingu á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991 (skipan og hlutverk skólanefndar, aðskildar fjárreiður).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „Slysavarnafélag Íslands“ í 1. mgr. kemur: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Slysavarnafélagið Landsbjörg skal halda fjárreiðum skólans aðskildum frá öðrum rekstri og starfsemi félagsins og er í þeim tilgangi heimilt að hafa rekstur skólans í sérstöku félagi.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands“ og „Slysavarnafélagi Íslands“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Félagi skipstjórnarmanna; og: Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
 2. Í stað orðanna „Slysavarnafélags Íslands“ í 3. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
 3. Í stað orðanna „fjalla um“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: vera ráðgefandi um fagleg.
 4. Orðin „einkum varðandi tækjakaup og búnað hans, viðhald, framkvæmdir og áframhaldandi uppbyggingu“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.

 

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:

 1. Í stað orðsins „Skólanefnd“ kemur: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
 2. Á eftir orðinu „sjómanna“ kemur: að fenginni umsögn skólanefndar.
 3. Í stað orðanna „Slysavarnafélags Íslands“ kemur: félagsins.

 

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:

 1. Við 1. málsl. bætist: samkvæmt þjónustusamningi.
 2. 2. málsl. fellur brott.

 

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 28. júní 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 13. júlí 2022