Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 339/2019

Nr. 339/2019 9. apríl 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað.

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis – Geirþrúðarhagi 2.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 27. mars 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Geirþrúðarhaga 2.
Breytingin felur í sér að lóðarmörk hliðrast lítillega án breytingar á lóðarstærð. Byggingarreitur fyrir bílgeymslu stækkar og hækkar nýingarhlutfall úr 0,28 í 0,40 einnig lækkar lágmarkslofthæð í 2,3 m. Breytingar verða á bílastæðum og stækkar því lóðin úr 1.975 m² í 2.045 m². Nýtingarhlutfall fjölbýlishússins hækkar úr 0,97 í 1,2. Svalir íbúða mega ná 2,0 m út fyrir byggingarreit. Stigahús og svalagangar mega ná 0,6 m út fyrir byggingarreit. Aðkoma að leiksvæði verði norður úr húsinu.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. apríl 2019,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.


B deild - Útgáfud.: 10. apríl 2019