Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 236/2020

Nr. 236/2020 19. mars 2020

AUGLÝSING
um deiliskipulagsmál í Akraneskaupstað.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 28. janúar 2020 breytingu á deiliskipulagi Flóa­hverfis. Í breytingunni felst að heimilt er að skipta upp lóðum og breytast byggingarreitir til sam­ræmis með óbreyttum fjarlægðum frá lóðamörkum. Skipulags- og umhverfisráð ákvarðar breytt nýtingarhlutfall skiptra lóða.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Akranesi, 19. mars 2020.

 

Sigurður Páll Harðarson,
sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs.


B deild - Útgáfud.: 20. mars 2020