Hinn 6. desember 2022 var framkvæmdastjóra Evrópuráðsins afhent staðfestingarskjal Íslands vegna samnings Evrópuráðsins um samþætta nálgun varðandi öryggi, vernd og þjónustu á knattspyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum sem gerður var í Saint Dénis 3. júlí 2016. Samningurinn kemur í stað Evrópusamnings um ofbeldi og ótilhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum knattspyrnuleikjum frá 19. ágúst 1985, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 3/1989, þar sem samningurinn er birtur.
Samningurinn öðlast gildi gagnvart Íslandi 1. febrúar 2023 og er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 13. desember 2022.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
|