Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 85/2022

Nr. 85/2022 13. desember 2022

AUGLÝSING
um Evrópuráðssamning um samþætta nálgun varðandi öryggi og vernd og þjónustu á knattspyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum.

Hinn 6. desember 2022 var framkvæmdastjóra Evrópuráðsins afhent staðfestingarskjal Íslands vegna samnings Evrópuráðsins um samþætta nálgun varðandi öryggi, vernd og þjónustu á knatt­spyrnu­leikjum og öðrum íþróttaviðburðum sem gerður var í Saint Dénis 3. júlí 2016. Samningurinn kemur í stað Evrópusamnings um ofbeldi og ótilhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum knattspyrnuleikjum frá 19. ágúst 1985, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 3/1989, þar sem samningurinn er birtur.

Samningurinn öðlast gildi gagnvart Íslandi 1. febrúar 2023 og er birtur sem fylgiskjal með aug­lýsingu þessari.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 13. desember 2022.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 15. júlí 2024