Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1739/2021

Nr. 1739/2021 29. desember 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Grýtubakkahreppi.

Ægissíða, Túngata og Lækjarvellir á Grenivík.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum 13. desember 2021 deiliskipulag gatn­anna Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvalla á Grenivík, skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er alls um 13 ha að stærð og nær til gatnanna Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvalla á Grenivík. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar verða nýjar íbúðarlóðir við fyrr­greindar götur, breytingar eru gerðar á lóðarmörkum nokkurra lóða auk þess sem eldra deili­skipulag fyrir Lækjarvelli fellur úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 40., 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Grýtubakkahreppi, 29. desember 2021.

 

Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 13. janúar 2022