Hinn 6. mars 2013 var aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins afhent fullgildingarskjal Íslands vegna viðbótarbókunar, sem gerð var í Strassborg 15. maí 2003, við samning á sviði refsiréttar um spillingu, sem gerður var í Strassborg 27. janúar 1999, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 4/2004, þar sem samningurinn er birtur. Alþingi heimilaði hinn, 22. desember 2012, með þingsályktun nr. 12/141, ríkisstjórninni að fullgilda viðbótarbókunina. Viðbótarbókunin öðlaðist gildi gagnvart Íslandi 1. júlí 2013.
Viðbótarbókunin er birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 21. júlí 2021.
F. h. r.
Martin Eyjólfsson.
|