Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 801/2017

Nr. 801/2017 24. ágúst 2017

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

Breyting á deiliskipulagi. Búrfellsvirkjun, lnr. 166701, ýmsar breytingar.
Um er að ræða breytingar víða um virkjanasvæðið sem varða meðal annars stærðir lóða og afmörkun vinnubúðasvæða, legu jarðstrengs, afmörkun og efnismagn náma og efnislosunar­svæða, legu vega innan svæðis, stærð byggingarreita, legu og gerð frárennslis­skurða o.fl. Einnig er afmörkuð lóð fyrir þjónustuhús (salerni) við Hjálparfoss.
Samþykkt í sveitarstjórn þann 1. ágúst 2017.

Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

Laugarvatni, 24. ágúst 2017.

Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.,

Pétur Ingi Haraldsson.


B deild - Útgáfud.: 14. september 2017