Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1736/2022

Nr. 1736/2022 8. desember 2022

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá Vatnsveitu Hveragerðis, nr. 118/2011.

1. gr.

4. gr. gjaldskrárinnar orðist svo:

Hveragerðisbær innheimtir notkunargjald fyrir vatn sem er notað til atvinnustarfsemi eða annars en venjulegra heimilisþarfa, sbr. 7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Notkunargjaldið er miðað við notkun mælda í rúmmetrum.

Notkunargjald í Hveragerði er kr. 15 pr. rúmmetra vatns.

Greiðendur aukavatnsgjalds skulu auk þess greiða leigu sem innheimt er árlega vegna notk­unar­mæla. Mælaleiga er:

Mælaleiga fyrir minni en 50 mm, kr. 9.030.

Mælaleiga fyrir stærri en 50 mm, kr. 35.420.

 

2. gr.

Samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar 8. desember 2022, sbr. 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga og öðlast þegar gildi.

 

Hveragerði, 8. desember 2022.

 

Geir Sveinsson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 19. janúar 2023