Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 784/2017

Nr. 784/2017 23. ágúst 2017

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar nr. 731/2013.

1. gr.

47. gr. samþykktarinnar breytist og verður svohljóðandi:

47. gr.

Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

Bæjarstjórn kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir:

A. Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:

  1. Bæjarráð. Bæjarstjórn kýs þrjá bæjarfulltrúa og þrjá til vara í bæjarráð skv. 35. gr. sveitar­stjórnarlaga nr. 138/2011 og 26. gr. samþykktar þessarar. Eingöngu bæjarfulltrúar eru kjör­gengir í bæjarráð sem aðalmenn og varamenn sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga. Auk þeirra fulltrúa sem ná kjöri eiga þeir listar sem ekki fá kjörinn fulltrúa í bæjarráð rétt á að tilnefna einn bæjarfulltrúa hver sem áheyrnarfulltrúa og skal hann hafa málfrelsi og til­lögu­rétt.
  2. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara á aðal­fund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samkvæmt lögum samtakanna.

B. Nefndir til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum:

  1. Atvinnumálanefnd. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefndin starfar sam­kvæmt erindisbréfi.
  2. Skipulags- og byggingarnefnd. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. 7. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Auk þess fer nefndin með umferðarmál samkvæmt lögum nr. 50/1987 og ferlimál. Nefndin starfar sam­kvæmt erindisbréfi.
  3. Húsnæðisnefnd. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara skv. 6. gr. laga um hús­næðis­mál nr. 44/1998. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.
  4. Skólanefnd. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara skv. 6. gr. laga um grunn­skóla nr. 91/2008 og skv. 4. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Nefndin fer með málefni leikskóla og grunnskóla Stykkishólms. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.
  5. Skólanefnd tónlistarskóla. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara skv. 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tón­listar­skóla nr. 75/1985. Nefndin fer með málefni tón­listar­skóla Stykkishólms. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.
  6. Safna- og menningarmálanefnd. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara skv. 8. gr. laga nr. 150/2012. Nefndin fer með málefni amtsbókasafns auk annarra safna sem rekin eru á vegum Stykkishólmsbæjar. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.
  7. Landbúnaðarnefnd. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefndin starfar sam­kvæmt erindisbréfi.
  8. Æskulýðs- og íþróttanefnd. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefndin fer með íþrótta- og æskulýðsmál. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.
  9. Jafnréttisnefnd. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara til að fara með jafn­réttis­mál samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skv. 12. gr. laga nr. 10/2008. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.
  10. Umhverfisnefnd. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefndin fer með umhverfis­mál og gróðurverndarmál samkvæmt 19. gr. laga um landgræðslu nr. 17/1965. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.
  11. Ungmennaráð. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefndin fer með æsku­lýðs­starf samkvæmt 11. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Nefndin starfar samkvæmt erindis­bréfi.
  12. Nefnd um málefni fatlaðra. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefndin fer með málefni fatlaðra í sveitarfélaginu. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.

C. Stjórnir til fjögurra ára.

  1. Hafnarstjórn. Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara skv. 10. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Stjórnin fer með málefni Stykkishólmshafnar. Stjórnin starfar samkvæmt erindis­bréfi.
  2. Kjörstjórn. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara skv. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Kjörstjórn kýs sér formann og ritara úr sínum hópi. Kjörstjórnir fara með þau verkefni sem þeim eru falin samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna og laga um kosningar til Alþingis. Stjórnin starfar samkvæmt erindisbréfi.
  3. Stjórn lista- og menningarsjóðs. Bæjarstjórn kýs tvo fulltrúa auk forseta bæjarstjórnar sem er formaður stjórnar samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins. Stjórnin starfar samkvæmt erindis­bréfi.
  4. Stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Stjórnin starfar samkvæmt erindisbréfi.

D. Fulltrúar í aðrar stjórnir, ráð og nefndir til fjögurra ára.

  1. Þjónustuhópur aldraðra. Bæjarstjórn kýs tvo fulltrúa skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. Bæjarstjórn velur þjónustuhópnum formann úr hópi nefndarmanna skv. 7. gr. sömu laga. Þjónustuhópurinn starfar samkvæmt erindisbréfi.
  2. Almannavarnanefnd. Bæjarstjórn skipar einn aðalmann og einn til vara skv. 9. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008. Samkvæmt samkomulagi dags. 28. nóvember 2002 um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar og aðgerðarstjórnar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og lögreglustjórans á Snæfellsnesi er bæjarstjóri skipaður fulltrúi nefndarinnar.
  3. Byggðasamlag Snæfellinga bs. Bæjarstjórn kýs fjóra fulltrúa og jafnmarga til vara til að sitja aðalfundi
  4. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Bæjarstjórn kýs einn aðalmann og annan til vara skv. 9. gr. laga um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68/1994.
  5. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstjórn kýs fulltrúa á landsþing samkvæmt lögum sambandsins.
  6. Stjórn Jeratúns ehf. Bæjarstjórn kýs einn fulltrúa í stjórn Jeratúns ehf. skv. samþykktum félagsins.
  7. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS). Bæjarstjórn kýs til félags- og skólaþjónustu Snæfell­inga, þannig:
    1. Einn fulltrúa og annan til vara í stjórn byggðasamlags um rekstur félags- og skóla­þjónustu Snæfellinga.
    2. Tvo fulltrúa og tvo til vara í félagsmála- og barnaverndarnefnd FSS.
  8. Stjórn Náttúrustofu Vesturlands. Bæjarstjórn kýs, samkvæmt 12. gr. laga um Náttúru­fræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992, með síðari breytingum, nr. 169/1998 og nr. 92/2002, þrjá fulltrúa, skal einn þeirra vera formaður, og jafnmarga til vara.
  9. Tilnefningar í öldungaráð Stykkishólmsbæjar samkvæmt samþykktum um ráðið.

E. Verkefnabundnar nefndir.

Bæjarstjórn getur kosið nefndir til að vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkra nefnda fellur niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar og fyrr ef verkefni nefndar er lokið. Bæjar­stjórn getur einnig afturkallað umboð slíkra nefnda hvenær sem er.

2. gr.

Gildistaka.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveit­ar­stjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 23. ágúst 2017.

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.


B deild - Útgáfud.: 6. september 2017