Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 88/2020

Nr. 88/2020 9. júlí 2020

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis og lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands,
nr. 79/1997, með síðari breytingum
.

1. gr.

    1.–48. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:

 1. 66°27'18,73"N – 22°24'10,19"V Horn (grp. 1)
 2. 66°07'27,12"N – 21°30'58,14"V Selsker (viti)
 3. 66°08'04,64"N – 20°10'48,81"V Ásbúðarrif (grp. 2)
 4. 66°12'04,58"N – 18°51'30,00"V Siglunes (grp. 3)
 5. 66°10'20,57"N – 17°51'14,76"V Flatey (Skjálfanda) (grp. 4)
 6. 66°17'59,33"N – 17°07'02,92"V Mánáreyjar (Lágey) (grp. 5)
 7. 66°30'37,67"N – 16°32'38,58"V Rauðinúpur (grp. 6)
 8. 66°32'26,03"N – 16°11'47,30"V Rifstangi (grp. 7)
 9. 66°32'16,91"N – 16°01'52,45"V Hraunhafnartangi (grp. 8)
 10. 66°22'42,72"N – 14°31'47,69"V Langanes (grp. 11)
 11. 65°59'54,92"N – 14°37'23,07"V Skálatóarsker
 12. 65°33'09,98"N – 13°40'21,09"V Almenningsfles
 13. 65°30'39,80"N – 13°36'16,23"V Glettinganes (grp. 12)
 14. 65°09'58,45"N – 13°30'37,83"V Norðfjarðarhorn (grp. 13)
 15. 65°04'37,50"N – 13°29'34,21"V Gerpir (grp. 14)
 16. 64°58'54,90"N – 13°30'46,40"V Hólmur (Seley) (grp. 15)
 17. 64°54'04,80"N – 13°36'51,98"V Skrúður (Þursi) (grp. 17)
 18. 64°35'28,14"N – 14°10'28,86"V Papey (viti)
 19. 64°23'45,67"N – 14°27'32,81"V Hvítingar (grp. 20)
 20. 64°14'23,41"N – 14°57'37,98"V Stokksnes (grp. 21)
 21. 64°01'39,04"N – 15°58'37,16"V Hrollaugseyjar (grp. 23)
 22. 63°47'50,65"N – 16°38'22,59"V Ingólfshöfði (grp. 25)
 23. 63°43'31,09"N – 17°37'32,76"V Hvalsíki (grp. 26)
 24. 63°32'23,47"N – 17°55'14,65"V Meðallandssandur I (grp. 27)
 25. 63°30'24,19"N – 18°00'01,69"V Meðallandssandur II (grp. 28)
 26. 63°27'43,73"N – 18°09'09,22"V Mýrnatangi (grp. 29)
 27. 63°23'36,05"N – 18°44'10,16"V Kötlutangi (grp. 30)
 28. 63°23'32,72"N – 19°07'26,23"V Lundadrangur (grp. 31)
 29. 63°32'09,00"N – 20°09'18,18"V Bakkafjara (skúr við sæstreng)
 30. 63°49'23,88"N – 20°58'32,46"V Knarrarós (viti)
 31. 63°50'33,27"N – 21°24'26,14"V Hafnarnes
 32. 63°49'16,20"N – 21°39'05,88"V Selvogur (viti)
 33. 63°49'47,94"N – 22°04'09,12"V Krýsuvíkurberg (viti)
 34. 63°48'01,68"N – 22°41'51,78"V Reykjanes (aukaviti)
 35. 63°49'01,21"N – 22°44'17,71"V Önglabrjótsnef
 36. 63°58'15,18"N – 22°45'08,40"V Stafnes (viti)
 37. 64°04'54,91"N – 22°43'44,93"V 1. sjm. r/v V af Garðskagavita
 38. 64°43'41,40"N – 23°48'10,32"V Malarrif (viti)
 39. 64°44'59,65"N – 23°55'07,33"V Dritvíkurtangi
 40. 64°51'16,81"N – 24°02'19,59"V Skálasnagi (grp. 35)
 41. 64°53'06,78"N – 24°02'39,48"V Öndverðarnes (viti)
 42. 65°24'53,94"N – 23°57'08,64"V Skor (viti)
 43. 65°30'07,00"N – 24°32'12,73"V Bjargtangar (grp. 36)
 44. 65°48'23,52"N – 24°06'07,72"V Kópanes (grp. 38)
 45. 66°03'39,84"N – 23°47'33,50"V Barði I (grp. 39)
 46. 66°25'48,44"N – 23°08'21,56"V Straumnes I (grp. 41)
 47. 66°28'11,57"N – 22°56'12,07"V Kögur II (grp. 46)
 48. 66°27'55,63"N – 22°28'21,71"V Horn (grp. 47)

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 10. gr. laganna.

 1. Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 1. málsl. kemur: Fiskistofa.
 2. Í stað orðanna „veiðieftirliti Fiskistofu“ í 2. málsl. kemur: Hafrannsóknastofnun.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006,
með síðari breytingum
.

3. gr.

    3. málsl. 11. mgr. 6. gr. a laganna fellur brott.

 

4. gr.

    Í stað orðanna „leyfi til“ í lokamálslið 7. gr. laganna kemur: heimild til þess með reglugerð.

 

5. gr.

    Orðin „sem Fiskistofa leggur til“ í 1. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna falla brott.

 

6. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða VII, VIII, XII og XVI í lögunum falla brott.

 

III. KAFLI


Breyting á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar,
nr. 57/1996, með síðari breytingum
.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:

 1. Orðin „móttakandi afla eða vigtarleyfishafi“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. Orðin „sem Fiskistofa leggur til“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.

 

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:

 1. Í stað orðsins „símskeyti“ í 3. og 9. málsl. kemur: tölvubréfi.
 2. Í stað orðanna „símskeyti hefur borist móttakanda nema að fenginni staðfestingu Fiskistofu“ í 6. málsl. kemur: tölvubréf hefur verið sent móttakanda þar til aflaheimildir fiskiskips hafa verið auknar þannig að það sé ekki í umframaflastöðu.
 3. Í stað orðsins „símskeytum“ í 8. málsl. kemur: tölvubréfum.
 4. Á eftir 8. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Útgerð viðkomandi skips skal skrá netfang móttakanda hjá Fiskistofu til að eiga rétt á tilkynningum samkvæmt þessari máls­grein.

 

IV. KAFLI

Breyting á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006,
með síðari breytingum
.

9. gr.

    10. gr. laganna fellur brott.

 

10. gr.

    Orðið „símskeyti“ í 1. málsl. 1. mgr. 46. gr. laganna fellur brott.

 

11. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða I í lögunum fellur brott.

 

V. KAFLI

Breyting á lögum um stofnun Matvælarannsókna hf.,
nr. 68/2006, með síðari breytingum
.

12. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða I–III í lögunum falla brott.

 

VI. KAFLI

Breyting á lögum um Rannsóknadeild fisksjúkdóma,
nr. 50/1986, með síðari breytingum
.

13. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

 

VII. KAFLI

Breyting á lögum um varnir gegn fisksjúkdómum,
nr. 60/2006, með síðari breytingum.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „flytja hann inn í landið“ í 1. málsl. kemur: nota hann við veiðar í íslensku veiðivatni.
 2. Í stað 2. og 3. málsl. kemur einn nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælastofnun getur falið umráðamönnum veiðistaða framkvæmd aðgerða samkvæmt þessari grein í samræmi við reglur sem stofnunin setur auk þess að fela tollyfirvöldum framkvæmd aðgerða, eftir því sem við á.

 

15. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

 

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um Fiskræktarsjóð, nr. 72/2008,
með síðari breytingum
.

16. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

 

IX. KAFLI

Breyting á lögum um fiskrækt, nr. 58/2006, með síðari breytingum.

17. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

 

X. KAFLI

Breyting á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands,
nr. 151/1996, með síðari breytingum
.

18. gr.

    8. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

 

XI. KAFLI

Breyting á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008, með síðari breytingum.

19. gr.

    2. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:

    Sé fyrirhuguð starfsemi háð mati á umhverfisáhrifum skal Matvælastofnun fyrir útgáfu rekstrar­leyfis kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila og leggja álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfis­áhrifum hennar til grundvallar. Matvælastofnun skal taka saman greinargerð um afgreiðslu leyfis þar sem gerð er grein fyrir samræmi milli leyfis og niðurstöðu álits Skipulags­stofnunar um mat á umhverfisáhrifum og rökstyðja sérstaklega ef í leyfinu er vikið frá niður­stöðu álits­ins. Matvælastofnun skal í greinargerðinni einnig taka afstöðu til tengdra leyfis­veitinga þegar tilefni er til ef um það er fjallað í áliti Skipulagsstofnunar. Sé framkvæmd ekki háð mati á umhverfis­áhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar skal Matvælastofnun fyrir útgáfu rekstrar­leyfis kynna sér tilkynningu framkvæmdaraðila og ákvörðun um matsskyldu og kanna hvort fram­­kvæmdin sé í samræmi við tilkynnta framkvæmd.

 

20. gr.

    7. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

 

21. gr.

    Við 3. mgr. 10. gr. a laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Matvælastofnun skal birta ákvörðun sína um útgáfu leyfis innan tveggja vikna frá afgreiðslu þess. Í auglýsingunni skal tilgreina hvar greinargerð um afgreiðslu leyfis er aðgengileg og tilgreina um kæruheimild og kæru­frest.

 

22. gr.

    Við 2. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælastofnun er heimilt að draga úr tíðni og umfangi upplýsingagjafar hjá rekstraraðilum sem framleiða minna en 20 tonn á ári.

 

XII. KAFLI

Breyting á lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla,
nr. 37/1992, með síðari breytingum
.

23. gr.

    6. gr. laganna fellur brott.

 

24. gr.

    3. og 4. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

 

25. gr.

    8. gr. laganna orðast svo:

    Nú vill aðili eigi sætta sig við ákvörðun Fiskistofu um álagningu gjalds samkvæmt lögum þessum og getur hann þá skotið henni til ráðherra til úrskurðar, enda geri hann það innan tveggja vikna frá því að hann fékk vitneskju um ákvörðunina.

 

26. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:

 1. 1.–3. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. 2. mgr. fellur brott.

 

27. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:

 1. Á eftir orðunum „fer með“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: álagningu og.
 2. Í stað tilvísunarinnar „skv. 6. gr.“ í 4. mgr. kemur: skv. 8. gr.

 

28. gr.

    2. mgr. 13. gr. laganna fellur brott.

 

29. gr.

    1. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.

 

XIII. KAFLI

Gildistaka, lagaskil og brottfall laga.

30. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó skal 14. gr. ekki öðlast gildi fyrr en 1. janúar 2021.

    Þau mál sem eru til meðferðar hjá úrskurðarnefnd skv. 6. gr. laga um sérstakt gjald vegna ólög­mæts sjávarafla, nr. 37/1992, þegar lög þessi taka gildi skulu til lykta leidd af nefndinni sam­kvæmt ákvæðum laganna eins og þau voru áður en lög þessi öðlast gildi.

    Við gildistöku laga þessara falla eftirfarandi lög úr gildi:

 1. Lög um bátfiski á fjörðum, nr. 6/1888.
 2. Lög um bráðabirgðaútflutningsskýrslur, nr. 53/1935.
 3. Lög um ostrurækt, nr. 21/1939.
 4. Lög um róðrartíma fiskibáta, nr. 47/1973.
 5. Lög um sérstakt útflutningsgjald af loðnuafurðum framleiddum á árinu 1974, nr. 52/1974.
 6. Lög um samræmda vinnslu sjávarafla og veiðar, sem háðar eru sérstökum leyfum, nr. 12/1975.
 7. Lög um viðauka við lög nr. 102/1973, um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni, sbr. lög nr. 14/1974 og lög nr. 72/1975, nr. 73/1975.
 8. Lög um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum, nr. 71/1984.
 9. Lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins, nr. 43/1985.
 10. Lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, nr. 39/1990.
 11. Lög um að leggja Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins niður og ráðstafa eignum hans til lagmetis­framleiðenda og samtaka þeirra, nr. 44/1990.
 12. Lög um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum, nr. 13/1991.
 13. Lög um viðauka við lög nr. 39 15. maí 1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, nr. 29/1992.
 14. Lög um stofnun hlutafélags um Ríkismat sjávarafurða, nr. 91/1992.
 15. Lög um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins, nr. 20/1993.
 16. Lög um ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins til að vega á móti skerð­ingu þorskveiðiheimilda, nr. 119/1993.
 17. Lög um viðauka við lög nr. 39 15. maí 1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, nr. 88/1994.
 18. Lög um takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu, nr. 128/1994.
 19. Lög um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, nr. 38/1998.
 20. Lög um stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, nr. 98/2000.
 21. Lög um ráðstöfun fjár úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins, nr. 43/2006

 

Gjört á Bessastöðum, 9. júlí 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Kristján Þór Júlíusson.


A deild - Útgáfud.: 21. júlí 2020