Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 458/2020

Nr. 458/2020 5. maí 2020

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Bláskógabyggð.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkt eftir­farandi deiliskipulagsáætlanir:

Deiliskipulagsbreyting, Reykholt.
Óveruleg breyting er gerð á gildandi deiliskipulagi þéttbýlisins í Reykholti, sem felur í sér að settar eru inn tvær nýjar lóðir fyrir spennistöðvar. Önnur er við Miðholt 8, 171,8 m² að stærð og hin við Brekkuholt 1A, 173,7 m² að stærð. Stærð húsa á hvorri lóð verður allt að 15 m². Gerð er breyting á töflu 4.5. (iðnaðarsvæði) um iðnaðarlóðir í greinargerð og ofangreindum lóðum bætt í töflu.
Samþykkt í sveitarstjórn 5. mars 2020.

Deiliskipulagsbreyting, Gullfoss ½, L167192, reitur M3.
Breyting er gerð á gildandi deiliskipulagi friðlandsins við Gullfoss, reit M2, neðra útsýnissvæði. Gerð er ítarlegri grein fyrir bílastæðum svæðisins, þar með töldum rafhleðslustöðvum. Settur verður út byggingarreitur fyrir sand- og verkfærageymslu auk aðkomureits. Þá verða gerðar breytingar á göngustígum efra svæðis M3.

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Laugarvatni, 5. maí 2020.

Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.,

Vigfús Þór Hróbjartsson.


B deild - Útgáfud.: 19. maí 2020