Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1319/2021

Nr. 1319/2021 23. nóvember 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um Ferðatryggingasjóð, nr. 812/2021.

1. gr.

Við 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Við sérstakar aðstæður er Ferðamálastofu heimilt að undanskilja hluta tryggingafjárhæðar frá útreikningi á fjárhæð iðgjalda, þá einkum ef hluta tryggingafjárhæðar er ætlað að mæta áhættu að öllu leyti, svo sem vegna inneigna.

 

2. gr.

Orðin „ef eiginfjárstaða seljanda er neikvæð“ í 2. mgr. 10. gr. falla brott.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 25. gr. a laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. nóvember 2021.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Heimir Skarphéðinsson.


B deild - Útgáfud.: 25. nóvember 2021