Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 264/2023

Nr. 264/2023 2. mars 2023

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Nýtt deiliskipulag fyrir landið Bakka 2, landnúmer 171681, í Ölfusi.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss 24. nóvember 2022, nýtt deiliskipulag sem skilgreinir lóð úr landinu til ræktunar.
Deiliskipulag þetta hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Breyting á deiliskipulagi miðsvæðis í Þorlákshöfn.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss 26. janúar 2023, breyt­ingu á deiliskipulaginu „Mói - miðbæjarkjarni Þorlákshöfn“.
Breytingin fjallar um tvær lóðir, Hnjúkamóa 2 og 4 og heimildir til uppbyggingar á þeim í samræmi við nýlega samþykkt aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss.
Deiliskipulagsbreyting þessi hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Breyting á deiliskipulaginu „Lækur 2C – Ölfusi“.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss 23. febrúar 2023, breyt­ingu á deiliskipulaginu „Lækur 2C – Ölfusi“.
Breytingin fjallar um heimildir til uppbyggingar  og skilgreinir kvöð fyrir vatnslögn á lóðinni.
Deiliskipulagsbreyting þessi hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Þorlákshöfn, 2. mars 2023.

 

Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 16. mars 2023